Um sjóðinn

Stjórn Skákstyrktarsjóðs Kópavogs skipa Hlíðar Þór Hreinsson (formaður), Haraldur Baldursson og Gunnar Guðmundsson. Úthlutun úr sjóðnum fer fram tvisvar á ári í mars og september og er úthlutað allt að 20 styrkjum í hvert sinn að upphæð 10.000-500.000 króna. Sjóðurinn er stofnaður á sterkum grunni og gera má ráð fyrir að heildarúthlutun hvers árs geti numið 1,5-2 milljón króna sem á að geta nýst vel til uppbyggingar skákstarfs barna og unglinga í Kópavogi.

Á síðunni “umsóknir” eru allar upplýsingar um hvernig á að sækja um til sjóðsins, en ennfremur má hafa samband við undirritaða ef einhverjar spurningar eru.
Smelltu á nafn til að senda tölvupóst.

Ennfremur er hægt að senda upplýsingar og erindi til sjóðsins á Kópavogsbær, B.t. Gunnar Guðmundsson – Skákstyrktarsjóður, Fannborg 2, 200 Kópavogur.