Reglugerð um Skakstyrkarsjóð Kópavogs

 1. Grein Sjóðurinn heitir Skákstyrktarsjóður Kópavogs.
 2. Grein Heimili sjóðsins og varnarþing er í Kópavogi.
 3. Grein Tilgangur sjóðsins er:
  • að efla skákiðkun barna og unglinga í Kópavogi
  • að styðja við afreksfólk í skák yngri en 20 ára í Kópavogi.

  Tilgangi sínum hyggst sjóðurinn ná með að úthluta styrkjum til valinna verkefna, til að mynda til skóla, félagasamtaka og vegna afreka einstaklinga 20 ára og yngri.

 4. Grein Stofnfélagar eru:
  • Taflfélag Kópavogs, Kt: 470576-3919
  • Kópavogsbær, Kt: 700169-3759
 5. Grein Sjóðsstjórn
 6. Sjóðsstjórn skal skipuð þremur fulltrúum. Tveim skipuðum af Taflfélagi Kópavogs og einum af Kópavogsbæ. Annar fulltrúi Taflfélags Kópavogs fer með formennsku í stjórninni. Ný sjóðsstjórn er skipuð í byrjun janúar ár hvert. Sjóðsstjórn hittist tvisvar á ári, í febrúar og september, fer yfir umsóknir og ákveður úthlutanir. Dagleg umsjón sjóðsins og fjárvarsla er í höndum Byrs. Firmaritun sjóðstjórnar er í höndum Taflfélags Kópavogs og Kópavogsbæjar.

 7. Grein Starfstímabil sjóðsins er almanaksárið.
 8. Grein Stofnframlag
 9. Grunnstofnframlag sjóðsins er söluandvirði, fasteignarinnar Hamraborg 5, 3.hæð 0301 sem er eign Taflfélags Kópavogs og Kópavogsbæjar að frádregnum kostnaði við söluna. Stofnfélögum og öðrum velunnurum er frjálst að styrkja sjóðinn með fjárframlögum.

 10. Grein Úthlutun
 11. Allt að 20 verkefni geta hlotið styrk í hvert skipti og eru styrkupphæðir frá 10.000 – 500.000 kr, allt eftir eðli verkefnanna. Úthlutun fer fram tvisvar á ári mars og október og er skilafrestur umsókna fyrsti febrúar og fyrsti september. Fyrsta úthlutun mun fara fram í mars 2009. Til úthlutunar á hverju ári eru allt að 95% af tekjum sjóðsins árið á undan sbr. stöðu sjóðsins fyrsta janúar ár hvert. Aldrei má ganga á grunnstofnframlag sjóðsins.

 12. Grein Úthlutunarreglur
 13. Einungis er úthlutað til barna- og unglingaskákstarfs í Kópavogi eða til að styrkja efnilega skákmenn 20 ára eða yngri sem búsettir eru í Kópavogi.

 14. Grein Sjóðsreglur
 15. Sjóðsreglum þessum geta stofnfélagar breytt að fengnu samþykki aðalfundar TK og bæjarstjórnar Kópavogs. Miða skal við að nýjar sjóðsreglur taki gildi í upphafi viðkomandi starfsárs. Falla þá eldri reglur þegar úr gildi.

Kópavogi, 30. október 2008

Fh. Kópavogsbæjar
Gunnar I. Birgisson (sign)
Ómar Stefánsson (sign)

Fh. Taflfélags Kópavogs
Haraldur Baldursson (sign)
Hlíðar Þór Hreinsson (sign)