Skákstyrktarsjóður Kópavogs

Velkomin á heimasíðu Skákstyrktarsjóðs Kópavogs. Sjóðurinn var stofnaður haustið 2008. Að sjóðnum standa Taflfélag Kópavogs og Kópavogsbær og er sjóðnum ætlað að styrkja barna- og unglingaskákstarf í Kópavogi um ókomin ár á mjög breiðum grundvelli. Sjóðurinn samþykkir umsóknir frá stofnunum, félögum og einstaklingum.

Athugið: Úthlutað er tvisvar á ári, í mars og október en tekið er við umsóknum allt árið um kring.

Í mars 2009 var öllum Leikskólum Kópavogs gefin töfl og var myndin tekin við það tækifæri.